Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni. Ef þú ert ekki sammála notkun okkar á fótsporum þá geturðu breytt stillingum. Annars samþykkir þú notkun okkar á fótsporum eins og þau eru sett núna.

Innanhús þjónustur

Við viljum að þú getir á sem bestan hátt stjórnað þeim upplýsingum sem safnað er um þig á þessari síðu. Sumar kökur gætu verið nauðsynlegar til að síðan virki á réttan hátt.

Utanaðkomandi þjónustur

Google Inc slökkva á fótsporum í gegnum þeirra vefsíðu Ad Serving, Ad Targeting, Analytics/Measurement, Content Customization, Optimization

Nánar
ForsíðaLógó Sendiráðsins
Matarstræti

Ný og stórglæsileg vefverslun

SS, Holta og Hollt og gott eru rótgróin fyrirtæki með árangursríka sögu, gott orðspor og traustan hóp ánægðra viðskiptavina. Matarstræti er ný og stórglæsileg vefverslun sem sameinar vöruúrval þessara fyrirtækja og gefur veitingahúsum og mötuneytum tækifæri á að nálgast fjölbreytt úrval matvöru á einum stað.

Þjónusta
Þarfagreining
Notendaupplifun
Hönnun
Vefun
Forritun
Kerfisumsjón
Viðskiptagreining

Matarstræti sameinar fjölbreytt vöruúrval SS, Holta og Hollt og gott og setur það fram á einfaldan og notendavænan hátt. Vefverslunin þjónustar stóreldhús af öllum stærðargráðum og er þægilegt viðmót og sveigjanleiki í uppsetningu vöruflokka og viðskiptavina einn þeirra þátta sem aðstandendur verslunarinnar hafa í forgrunni.

Sértæk uppsetning á viðskiptavinum verslunarinnar gefur aðstandendum Matarstrætis möguleika á að tengja notendur með mismunandi réttindi við eitt eða fleiri fyrirtæki, sem og að stýra afsláttarkjörum og öðrum réttindum eins og best er á kosið.

Að auki hafa umsjónarmenn verslunarinnar fulla stjórn á uppsetningu vöruflokka, geta tengt vörur við vöruflokka eins og þeim þykir best og útbúið vöruflokkasíður sem miða að ákveðnum vörutegundum eða ákveðnum tyllidögum.

Vöruúrvalið er mikið og fjölbreytt en vefverslunin tekst á við þetta mikla úrval með miklum sóma og viðheldur góðum viðbragðstíma þrátt fyrir aukið álag og aukna umferð á síðuna.

Matarstræti

Matarstræti þjónustar fyrirtæki og stóreldhús, svo sem veitingahús og mötuneyti, og býr yfir flóru fjölbreyttra vörutegunda frá SS, Holta og Hollt og gott. Matarstræti sameinar vöruúrvalið í eina vefverslun þar sem viðskiptavinir geta nálgast nær allt sem þeir þurfa til að töfra fram fjölbreyttan og góðan mat.

Mynd af vefnum í stórri skjástærð
Mynd af vefnum í stórri skjástærð
Mynd af vefnum í stórri skjástærð
Mynd af vefnum í stórri skjástærð

Sveigjanleiki í uppsetningu

Matarstræti lagði mikla áherslu á að uppsetning vara og vöruflokka hefði ákveðinn sveigjanleika, að fyrirtækið hefði möguleika á að stjórna hvernig vörur eru settar upp og hvernig þær tengjast saman. Það gefur versluninni einnig tækifæri til að tengja vörur við sérstakar árstíðir og ákveðin tilefni.