Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni. Ef þú ert ekki sammála notkun okkar á fótsporum þá geturðu breytt stillingum. Annars samþykkir þú notkun okkar á fótsporum eins og þau eru sett núna.

Innanhús þjónustur

Við viljum að þú getir á sem bestan hátt stjórnað þeim upplýsingum sem safnað er um þig á þessari síðu. Sumar kökur gætu verið nauðsynlegar til að síðan virki á réttan hátt.

Utanaðkomandi þjónustur

Google Inc slökkva á fótsporum í gegnum þeirra vefsíðu Ad Serving, Ad Targeting, Analytics/Measurement, Content Customization, Optimization

Nánar
ForsíðaLógó Sendiráðsins
Okkar nálgun

Við
aðstoðum
okkar
samstarfsaðila
við
skapa
framúrskarandi
stafrænar
lausnir
í
ört
vaxandi
og
flóknum
heimi
tæknibreytinga
og
alþjóðavæðingar. 

1

Greining og ráðgjöf

Við tileinkum okkur fagleg vinnubrögð sem byggja á þekktum aðferðum hugbúnaðarþróunar. Tilgangur greiningarvinnunnar er að komast inn í hugarheim þeirra notenda sem koma til með að nota lausnina, horfa gagnrýnum augum á þær kröfur sem eru settar fram og skilgreina þau vandamál sem viðskiptavinir okkar standa frammi fyrir. Við nýtum okkar þekkingu til að skapa lausnamiðaða nálgun og hjálpum samstarfsaðilum okkar að móta skýra framtíðarsýn, áður en farið er af stað í verkefnin.

Fyrir hvert verkefni er sett saman þverfaglegt teymi af forriturum, hönnuðum og teymisþjálfurum sem henta hverju verkefni fyrir sig. Við vinnum eftir Agile hugmyndafræði og leggjum áherslu á sveigjanleika í okkar nálgun sem getur skipt sköpum í sparnaði og gæðum lausnarinnar.

Notendagreining
Notendaprófanir
Notendaupplifun
Design Thinking
Ferlagreiningar
Flokkunaræfingar
Kröfulýsingar
Hönnunarsprettir
Þarfagreiningar
Vinnustofur
2

Hönnun

Hönnun hefur áhrif á hvernig notendur tengja við vörumerki og við leggjum mikið uppúr hönnunarfasanum í uppbyggingu þeirra lausna sem við vinnum að. Okkar markmið er að fá þitt vörumerki til þess að bera af með því að skapa fallega og notendavæna lausn sem fer fram úr væntingum notenda. 

Útlitshönnun (e. UI)
Viðmótshönnun (e. UX)
Skalanleg hönnun
Vefhönnun
App hönnun
Hönnun vörumerkja
Hönnunarkerfi
Aðgengismál
3

Smíði

Í framhaldi af því að komast að þörfum okkar samstarfsaðila eru teknar ákvarðanir um hvaða lausnir henta við þróun á verkefninu. Við nýtum okkur nýjustu staðla og kerfi þegar kemur að þeim lausnum sem við bjóðum upp á. Við erum með öflugan hóp forritara sem eru með reynslu allt frá einföldum vefsíðum yfir í þróun á flóknum og framsæknum kerfum sem hafa unnið til margvíslegra verðlauna.

4

Prófanir

Gæði koma ekki af sjálfu sér, heldur er útkoma sem myndast þegar verkefni eru vel skilgreind, skipulögð og framkvæmd eftir skýrum ferlum. Við hjá Sendiráðinu setjum gæði alltaf í forgang og fylgjum öllum verkefnum eftir með ýtarlegum prófunum.

Til þess að tryggja hámarks gæði fyrir okkar samstarfsaðila þá setjum við upp þrjú umhverfi; þróunar, prófunar og raunumhverfi þar sem við sannreynum útlit og virkni áður en varan berst til notenda.

Einingaprófanir
Útlitsprófanir
E2E Prófanir
Kóðarýni
Viðmótsprófanir
Viðtökuprófanir
Aðgengisprófanir
Vafraprófanir
Hraðaprófanir
5

Skila- og gæðastýring

Við leggjum áherslu á gott samstarf við okkar viðskiptavini þar sem gegnsæi og traust er í fyrirrúmi. Skila- og gæðastjórar Sendiráðsins aðstoða viðskiptavini við niðurbrot verkefna, forgangsröðun og passa upp á að halda viðskiptavinum upplýstum í gegnum allt verkefnaferlið.

Verkefnisáætlun
Vegvísir (e. Roadmap)
Tímaáætlun
Stöðuyfirlit
Gegnsæi
Forgangsröðun
Agile
Scrum

Hvernig við vinnum

Við höfum ástríðu fyrir tækninýjungum, fallegri hönnun og framúrskarandi notendaupplifun. Við hlustum, hugsum og spjöllum, það er alltaf fyrsta skref og engin önnur leið. Við verðum að skilja fullkomlega notendur til þess að geta leyst þeirra vandamál.