Markmiðið var að skapa fallega vefverslun þar sem verslunarferlið væri einfalt og þægilegt í notkun fyrir viðskiptavini Bestseller. Útkoman var lifandi vefur þar sem fatnaðurinn fær að njóta sín og viðskiptavinurinn fær fullkomna yfirsýn yfir það sem Bestseller hefur upp á að bjóða.
Bestseller leitaði til okkar í þeim tilgangi að opna öflugustu fataverslun landsins á netinu en vefverslunin inniheldur yfir 20.000 vörunúmer í ýmsum litum og stærðum. Afraksturinn af þessari metnaðarfullu vinnu skilaði sér í gríðarlega öflugri vefverslun þar sem notandinn var settur í fyrsta sæti.
Bestseller setur viðskiptavini sína í fyrsta sæti og því var meginmarkmiðið að hanna fallega og notendavæna vefverslun. Ein stærsta áskorunin var vörusían en notendur gætu nú síað vörur á síðunni út frá tegund vöru, lit eða vörumerki auk þess við hönnuðum mjög leiðandi leit. Þessi tvö atriði einfalda líf notenda og hjálpa þeim að finna fatnað á alla fjölskyldumeðlimi fyrir öll tilefni.
Bestseller tók einnig í gegn allt sendingarferlið en við tengdum vefverslunina við nýtt sendingarkerfi Póstsins sem auðveldar viðskiptavinum að velja sér fjölbreytta henntugan sendingarmöguleika hvort sem það er beint að dyrum, í póstbox eða í næsta pósthús.
Að lokum snérum við okkur að greiðsluferlinu en greiðslur viðskiptavina eru settar í biðstöðu þar til starfsmaður Bestseller hefur fullvissað sig um að allar þær vörur sem voru pantaðar séu til í búðunum. Eftir að viðskiptavinir fá svo vörunar afhentar hafa þeir möguleika á að senda þær til baka en þá merkja starfsmenn Bestsller þær vörur sem skilavörur og viðskiptavinir fá vörunar endurgreiddar beint inn á það kort sem notað var í greiðsluferlinu.
Bestseller er stærsta tískuvörusamsteypa landsins sem inniheldur verslanir á borð við Vera Moda, Vila, Selected, name it og Jack & Jones. Fyrirtækið rekur 10 verslanir í Kringlunni og Smáralind. Bestseller leitaði til okkar til þess að finna leið til þess að tengja allar verslanir saman í eina fjölbreytta vefverslun þar sem allar vörur sem þau hafa upp á að bjóða væru í boði.
Bestseller kom til okkar í Sendiráðinu með það markmið að útfæra kaupferli hugsað alfarið útfrá þægindum notenda. Við settumst því niður og greindum ferlið frá a-ö og þróuðum nokkrar lausnir til þess að einfalda notendum kaupin. Dæmi um breytingar var t.d. að setja greiðslur í bið þar til starfsmaður sannreyndi hvort vörur væru til, tenging við póstinn til að flýta sendingum og þróun endurgreiðslu virkni til þess að einfalda vöruskil fyrir viðskiptavini. Saman skilar þetta betra kaupferli og eykur þjónustustig Bestseller til muna.