Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni. Ef þú ert ekki sammála notkun okkar á fótsporum þá geturðu breytt stillingum. Annars samþykkir þú notkun okkar á fótsporum eins og þau eru sett núna.

Innanhús þjónustur

Við viljum að þú getir á sem bestan hátt stjórnað þeim upplýsingum sem safnað er um þig á þessari síðu. Sumar kökur gætu verið nauðsynlegar til að síðan virki á réttan hátt.

Utanaðkomandi þjónustur

Google Inc slökkva á fótsporum í gegnum þeirra vefsíðu Ad Serving, Ad Targeting, Analytics/Measurement, Content Customization, Optimization

Nánar
ForsíðaLógó Sendiráðsins
Mínar síður Ísland.is

Mínar síður fyrir alla landsmenn

Framtíðarsýn Ísland.is er að einstaklingar geti nálgast alla opinbera þjónustu, rafrænt, á einum stað. Þar geta þeir leyst úr öllum málum er viðkemur sveitarfélögum og stofnunum, hvar og hvenær sem er. Við hjá Sendiráðinu erum afar stolt af því að hafa verið treyst fyrir því að þróa, í samstarfi við Stafrænt Ísland, Mínar síður sem verður hjarta stafrænnar þjónustu hins opinbera.

Þjónusta
Greining
Notendaupplifun
Hönnunarkerfi
Tengingar við þjónustur

Mínar síður virka sem eins konar þjónustugátt, þar eiga notendur kost á að geta á einfaldan og aðgengilegan hátt breytt og unnið í upplýsingum í tengslum við ríkið. Þar er hægt að nálgast upplýsingar frá þjóðskrá, opinberar umsóknir, menntasögu og heilsufars upplýsingar svo fátt eitt sé nefnt.

Mínar síður þjóna að auki því hlutverki að vera gátt fyrir öll verkefni innan Stafræns Íslands sem þarfnast auðkenningar. Hugsunin var að verkefnið myndi sjá fyrir skel sem sæi um auðkenningu og aðgangsstýringu þaðan sem hægt væri að keyra upp önnur verkefni Stafræns Íslands. Með lausninni yrði mikill sparnaður á tíma og kostnaði, þar sem ýmis teymi geti skrifað sérhæfðar einingar beint inn í skelina án þess að þurfa að endurskrifa auðkenningu, aðgangsstýringu og ýmsar aðrar þjónustur hvert fyrir sig.

Sendiráðið vann verkefnið í miklu og nánu samstarfi við Stafrænt Ísland og hófst verkefnið á ítarlegri greiningu á þáverandi stöðu ásamt úttekt á kerfinu sem átti að skipta út. Sú lausn var smíðuð í tækni sem var farinn að eldast og kominn tími á allsherjar endurnýjun til að standast krefjandi kröfur nýrrar tæknistefnu Ísland.is.

Ljóst var að við myndum ekki sigra heiminn með fyrstu útgáfu nýrrar lausnar, enda stórt og mikilvægt verkefni þar sem hugsa þarf hverja og eina einingu til enda. Frá byrjun var því mikið lagt upp úr því að smíða traustan og öruggan grunn þar sem einingar og útfærsla eru hugsuð til enda og sem hægt verður að smíða ofan á með auðveldum og öruggum hætti.

Saman mótuðu Sendiráðið og Stafrænt Ísland grunnútgáfu af nýjum Mínum síðum sem við teljum að muni þjóna landsmönnum um ókomin ár þar sem lausnin skalast vel, er afar hröð ásamt því að uppfylla alla helstu öryggis og aðgengistaðla.

Mínar síður Ísland.is

Stafrænt Ísland vinnur, í samstarfi við nokkur helstu hugbúnaðarhús landsins, hörðum höndum að endurnýjun allrar opinberrar þjónustu eins og hún leggur sig. Verkefnið er eitt það stærsta í sögu hugbúnaðarþróunar á Íslandi og mun ávinningur þess vera gríðarlegur, bæði fyrir ríkið og ríkisborgara.

Markmið þess er að gera opinbera þjónustu einfaldari, aðgengilegri og fljótlegri fyrir notendur og starfsfólk. Þó að þessi vegferð sé komin vel af stað og teygi sig inn til ýmissa opinberra stofnana nú þegar þá er hún aðeins rétt að byrja. Það er gríðarlegt verk fyrir höndum en með góðri samvinnu og sterkri framtíðarsýn mun þetta takast og létta landsmönnum lífið til muna.

Mynd af vefnum í stórri skjástærð
Mynd af vefnum í stórri skjástærð
Mynd af vefnum í stórri skjástærð
Mynd af vefnum í stórri skjástærð

Rafræn skjöl

Ein mikilvægasta einingin á Mínum síðum eru rafrænu skjölin. Þar geta notendur sótt allar þær upplýsingar sem koma frá opinberum stofnunum á einn stað. Stöðugt eru fleiri stofnanir að bætast í hópinn og munu notendur á endanum geta nálgast öll opinber skjöl þarna inni.

Í yfirlitinu sjá notendur öll skjöl sem send hafa verið frá stofnunum ríkisins og var sett upp leitarvirkni og síur til að auðvelda notendum að finna skjalið sem þeir leita að.