Í sinni einföldustu mynd er Umbraco eitt öflugasta vefumsjónarkerfi (CMS) sem völ er á. Kerfið er opið, einfalt í notkun og heldur utan um margar af stærstu og vinsælustu síðum heimsins. Kerfið er upprunalega frá Danmörku en í dag vinna þúsundir forritara um allan heim að kerfinu, meðal annars frá Íslandi. Einn af meginstyrkleikum Umbraco er tæknileg geta þess en kerfið byggir á .Net tækni Microsoft. Það hentar því vel þar sem gerðar eru miklar kröfur um sveigjanleika, skalanleika, stöðugleika og öryggi. Kerfið hentar jafnframt vel til samþættinga við önnur kerfi – s.s. Microsoft Sharepoint, Microsoft Navision, Salesforce eða DK.
Við erum helstu sérfræðingar í Umbraco á Íslandi í dag og þótt víðar væri leitað enda fjöldi forritara og ráðgjafa hjá Sendiráðinu með margra ára reynslu í að þjónusta og vinna í Umbraco vefumsjónarkerfinu.