Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni. Ef þú ert ekki sammála notkun okkar á fótsporum þá geturðu breytt stillingum. Annars samþykkir þú notkun okkar á fótsporum eins og þau eru sett núna.

Innanhús þjónustur

Við viljum að þú getir á sem bestan hátt stjórnað þeim upplýsingum sem safnað er um þig á þessari síðu. Sumar kökur gætu verið nauðsynlegar til að síðan virki á réttan hátt.

Utanaðkomandi þjónustur

Google Inc slökkva á fótsporum í gegnum þeirra vefsíðu Ad Serving, Ad Targeting, Analytics/Measurement, Content Customization, Optimization

Nánar
ForsíðaLógó Sendiráðsins
World Class

Tímaskráningar fyrir alla landsmenn

Í dag er World Class orðið eitt tæknivæddasta fyrirtæki landsins þegar kemur að stafrænum lausnum fyrir viðskiptavini. Nú geta notendur gert nánast allt í gegnum vefinn, gríðarleg aukning hefur orðið í heimsóknum og þúsundir landsmanna skrá sig í tíma í hverri viku. Viðskiptavinurinn getur til dæmis keypt kort, skráð sig í námskeið, nálgast alla reikninga rafrænt og keypt heilsuræktarvörur á vefnum.

Þjónusta
Þarfagreining
Notendaupplifun
Hönnun
Vefun
Forritun
Kerfisumsjón
Viðskiptagreining

Þegar vegferð World Class og Sendiráðsins hófst, var vefurinn fyrst og fremst upplýsingavefur þar sem hægt var að nálgast fréttir og stundatöflu.

Ferlið byrjaði með þarfagreiningu þar sem farið var yfir hvað skipti viðskiptavini World Class máli og hvaða eiginleika væri hægt að færa yfir á vefinn til að einfalda líf þeirra. Úr þeirri greiningu komu margar hugmyndir, til að mynda skráning í tíma og námskeið og upplýsingar um mætingu notanda.

Vefurinn hefur verið í stöðugri þróun hjá World Class og Sendiráðinu frá því að fyrsta útgáfa fór í loftið. Við hafa bæst öflugt tímaskráningarkerfi sem og starfsmannakerfi til að skrá inn nýja tíma. Mínar síður World Class geyma upplýsingar um mætingu, áskrift og fleira fyrir notendur. Þeir geta undirritað skilmála með rafrænum skilríkjum, deilt skráningum í tíma með vinum í gegnum samfélagsmiðla, endurnýjað áskrift, fengið allar helstu upplýsingar um stöðvar og þjálfara og eins er hægt að kaupa allt sem þarf fyrir líkamsrækt í gegnum vefverslun World Class.

World Class hefur stækkað jafnt og þétt á þessum tíma og höfum við þurft að takast á við þá gríðarlegu fjölgun inn á vefinn sem hefur átt sér stað enda er worldclass.is vefurinn daglegur viðkomustaður margra og orðinn einn sá fjölsóttasti á landinu.

World Class

World Class hefur í yfir þrjátíu ár rekið heilsuræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eru þær nú fjölsóknasta líkamsrækt landsins. Stöðvarnar eru fimmtán talsins og sú stærsta er Laugar en þar er ekki aðeins heilsurækt heldur einnig sjúkraþjálfun, spa með snyrti- og nuddstofu og veitingastaður.

World Class og Sendiráðið fóru saman í vegferð með það að markmiði að stafrænar lausnir þeirra myndu endurspegla þá þjónustu sem þau hafa staðið fyrir í gegnum tíðina.

Mynd af vefnum í stórri skjástærð
Mynd af vefnum í stórri skjástærð
Mynd af vefnum í stórri skjástærð
Mynd af vefnum í stórri skjástærð

Tímaskráningarkerfi

Áður en skráning í tíma var möguleg á vefnum beið fólk lengi í röðum til þess að komast í tíma. Fólk hljóp snemma af stað til að ná sér í númer en ef þau kláruðust þá var fólkið mætt á staðinn en komst samt ekki í tíma.

Til að bæta úr þessu fór af stað þróun eins metnaðarfyllsta tímaskráningarkerfi landsins. Kerfið býður notendum upp á að skrá sig í og úr tíma, á biðlista og fá skilaboð ef að forföll eiga sér stað. Haldið er utan um mætingu og notendur fá að vita þegar styttist í að kortin þeirra renni út.

Kerfið er tvíþætt því það heldur einnig utan um starfsmannahlutann þegar kemur að því að skrá inn nýja tíma í kerfið, merkja við fólk við mætingu og skammakrók fyrir þá sem missa af tímanum sínum.

Í staðinn fyrir að viðskiptavinir World Class þyrftu að bíða í biðröðum í von og óvon hvort þeir kæmust í uppáhalds tímana sína, hafa þeir nú kost á því að nálgast skráningu í tíma World Class í gegnum vefinn og geta einbeitt sér að því að setja alla sína orku í tímann sjálfan þegar þeir mæta.