Tæknimenn okkar færðu sig inn á skrifstofu Póstsins og unnu með starfsmönnum hugbúnaðardeildarinnar í að setja upp nýjan vef fyrir Póstinn.
Sérstök áhersla var lögð á mikilvæga ferla á vefsíðunni eins og að skrá sendingu, finna sendingu og leitina á vefnum.
Á vef Póstsins er að finna mikið af efni og því var mikilvægt fyrir vefstjóra Póstsins að eiga auðvelt með að bæta við og breyta efni á síðunni en geta á sama tíma nýtt hönnunarkerfið til fulls og sett upp fallegar síður sem koma efninu vel til skila.
Við nýttum okkur þann sveigjanleika sem Umbraco CMS kerfið bíður upp á til að bjóða vefstjóranum upp á viðmót þar sem hann gat sett upp síður frá grunni með fyrirfram skilgreindum einingum sem lífga upp á efnið og skalast vel í öllum tækjum.
Farið var í algjöra yfirhalningu og var markmiðið að gera vefinn notendavænan og jafnframt stílhreinan með léttara yfirbragð. Einnig fór fram vinna við að endurskipuleggja vefinn frá grunni í formi flokkunaræfinga og endurskilgreina útlitslega þáttinn í formi hönnunarkerfis sem er í stöðugri þróun með áframhaldandi vinnu.
Pósturinn er rétt að byrja í að skapa lausnir í sinni stafrænu vegferð til þess að þjóna sína viðskiptavini eins og best verður á kosið og eru þau með vel skilgreinda ferla um hvernig þau ætla að nálgast framtíðarverkefni.