Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni. Ef þú ert ekki sammála notkun okkar á fótsporum þá geturðu breytt stillingum. Annars samþykkir þú notkun okkar á fótsporum eins og þau eru sett núna.

Innanhús þjónustur

Við viljum að þú getir á sem bestan hátt stjórnað þeim upplýsingum sem safnað er um þig á þessari síðu. Sumar kökur gætu verið nauðsynlegar til að síðan virki á réttan hátt.

Utanaðkomandi þjónustur

Google Inc slökkva á fótsporum í gegnum þeirra vefsíðu Ad Serving, Ad Targeting, Analytics/Measurement, Content Customization, Optimization

Nánar
ForsíðaLógó Sendiráðsins
N1

Viðskiptavinir í fyrsta sæti

N1 er annt um sína viðskiptavini og vilja þjónusta þá af kostgæfni. Viðskiptavinir N1 eru einstaklingar og fyrirtæki í öllum greinum atvinnulífsins. Þeirra á meðal eru fyrirtæki tengd sjávarútvegi, matvælaframleiðslu og orkufrekum iðnaði af ýmsu tagi.

Þjónusta
Hönnun
Forritun
Notendagreining
Vefun
Forritun
Mínar síður

Við höfum unnið náið með N1 síðastliðin 6 ár og hefur samstarfið verið framúrskarandi og árangurinn eftirtektarverður.

Samstarfið byrjaði með smíði á nýjum vef með það að leiðarljósi að bæta þær þjónustur sem vefurinn hafði þegar upp á að bjóða en í kjölfarið var hefðbundinni þjónustu bætt við vefinn líkt og kerruleigu þar sem hægt er að panta kerrur til leigu sem og pöntunarkerfi fyrir dekkja og olíuskipti og margt fleira.

Síðasta verkefni sem við réðumst í var að smíða Mínar síður N1. Þar geta notendur skráð sig í viðskipti og pantað N1 kort eða lykil sem og skoðað punktastöðu sína, verslað gjafabréf fyrir punkta, skoðað yfirlit reikninga og hreyfingaryfirlit á þeim kortum sem eru skráð notendum. Kerfið er í stöðugri þróun og ætlar N1 sér stóra hluti í nánustu framtíð.

Þær stafrænu breytingar sem N1 hefur fjárfest í hefur aukið þjónustu til viðskiptavina gríðarlega ásamt því að minnka álag á þjónustuver og fjárhagsdeild fyrirtækisins.

N1

N1 sér fólki og fyrirtækjum fyrir eldsneyti, rekstrarvörum, veitingum og afþreyingu á þjónustustöðvum félagsins um allt land. Hlutverk N1 er að halda samfélaginu á hreyfingu með persónulegri þjónustu og markvissu vöruúrvali sem uppfyllir kröfur viðskiptavina hvert sem ferð þeirra er heitið.

N1 sparar viðskiptavinum bæði tíma og fyrirhöfn með þéttu neti þjónustustöðva og umbunar þeim með margvíslegum ávinningi af viðskiptunum, m.a. með N1-kortinu sem safnar punktum og nýtast á N1 stöðvum um land allt.

Mynd af vefnum í stórri skjástærð
Mynd af vefnum í stórri skjástærð
Mynd af vefnum í stórri skjástærð
Mynd af vefnum í stórri skjástærð

Vegferðinni er aldrei lokið

Sendiráðið deilir þeim grunngildum sem N1 starfar eftir, en þau eru virðing, einfaldleiki og kraftur.

Þessi gildi undirstrika samstarf fyrirtækjanna og leggjum við okkur fram við að einfalda líf viðskiptavina og liðsinna með góðu aðgengi að vörum og þjónustu.

Við vitum að stafrænni vegferðinni er aldrei lokið og höfum við það að leiðarljósi að bæta stöðugt þá þjónustu sem N1 veitir viðskiptavinum sínum.