Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni. Ef þú ert ekki sammála notkun okkar á fótsporum þá geturðu breytt stillingum. Annars samþykkir þú notkun okkar á fótsporum eins og þau eru sett núna.

Innanhús þjónustur

Við viljum að þú getir á sem bestan hátt stjórnað þeim upplýsingum sem safnað er um þig á þessari síðu. Sumar kökur gætu verið nauðsynlegar til að síðan virki á réttan hátt.

Utanaðkomandi þjónustur

Google Inc slökkva á fótsporum í gegnum þeirra vefsíðu Ad Serving, Ad Targeting, Analytics/Measurement, Content Customization, Optimization

Nánar
ForsíðaLógó Sendiráðsins
ÍSAM

Notendavæn og falleg vefverslun

Markmiðið var að útbúa einfalda og hraða vefverslun fyrir viðskiptavini ÍSAM . Útkoman var stílhrein, falleg og notendavæn lausn með stjórnkerfi sem gefur ÍSAM fullkomna stjórn á vörum þeirra og vöruframboði.

Þjónusta
Þarfagreining
Notendaupplifun
Viðskiptagreining
Hönnunarkerfi
Forritun
Hönnunarkerfi

ÍSAM leitaði til okkar í þeim tilgangi að smíða metnaðarfulla vefverslun þar sem boðið yrði upp á allar vörur fyrirtækisins. Eftir að hafa greint birgðakerfi þeirra, tækni og umhverfi varð WooCommerce fyrir valinu sem verslunarkerfi. ÍSAM notast við Eldey Software sem sölukerfi og lá því beint fyrir að nota það sem millilag milli birgðakerfis og vefverslunarinnar. Framendinn var svo aðskilinn bakendanum (e. decoupled architecture) sem gerði okkur kleift að nýta nýjustu tækni við smíði framendans og auka þannig hraðann fyrir viðskiptavini ÍSAM ásamt því að einfalda viðhald og uppfærslur.

Ástæðan fyrir því að WooCommerce var valið fyrir þessa lausn er að verslunarkerfið er með góða notendastýringu þar sem starfsfólk ÍSAM fær utanumhald um viðskiptavini þeirra. Að auki hjálpar WooCommerce starfsfólki að bæta við vöruupplýsingum og vörumyndum á einfaldan máta sem getur reynst flókið í AX birgðakerfinu og uppfyllir því flestar kröfur sem almenn PIM (e. Product Information Management) kerfi gera.

ÍSAM

ÍSAM var stofnað 15. apríl 1964. Áður var félagið með starfsemi á fimm stöðum en í dag fer öll starfsemi félagsins fram á Korputorgi. Frá upphafi hefur ÍSAM lagt höfuðáherslu á að flytja inn og markaðssetja þekkt vörumerki í náinni samvinnu við framleiðendur þeirra og viðskiptavini og má segja að samstarf þeirra við Procter & Gamble hafi markað ákveðin kaflaskil hjá fyrirtækinu. Seinna beindi ÍSAM sjónum sínum að innlendum framleiðslufyrirtækjum og má þar helst nefna kaup ÍSAM á Frón, Ora, Kexsmiðjunni og að lokum Myllunni-Brauð hf.

Í dag starfrækir ÍSAM eigið vöruhús og annast vöruafgreiðslu með eigin bifreiðum en hjá ÍSAM starfa næstum 400 starfsmenn frá 21 þjóðerni.

Mynd af vefnum í stórri skjástærð
Mynd af vefnum í stórri skjástærð
Mynd af vefnum í stórri skjástærð
Mynd af vefnum í stórri skjástærð

Hönnunarkerfi ÍSAM

Í miðju verkefni breytti ÍSAM allri sinni ásýnd, þ.m.t. vörumerki, grunnlitum og letri, og því fengum við þá áskorun að endurhanna útlit vefverslunarinnar í samræmi við þær breytingar.

Þar sem við höfðum útfært ítarlegt hönnunarkerfi og aðskilið framendan að þá gátum við uppfært útlit síðunnar á skömmum tíma ásamt því að forritarar gátu brugðist hratt við.