Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) á sér töluverða sögu en stofnunin var mynduð við sameiningu Íbúðarlánasjóðs og Mannvirkjastofnunar í desember 2019 en Sendiráðið var á þeim tíma í nánu samstarfi með Íbúðarlánasjóð. Sameiningin kallaði á mikla endurskipulagningu á starfsemi stofnunarinnar og vorum við í Sendiráðinu fengin til þess að hjálpa þeim að endurspegla hlutverk stofnunarinnar á nýrri vefsíðu.
Sendiráðið vann þétt með HMS í að skipuleggja efni síðunnar til þess að einfalda aðgengi notenda ásamt því að skapa fallega og skemmtilega framsetningu. Helsta áskorunin var líklegast veftré síðunnar en lausnin inniheldur mikið af mikilvægum upplýsingum fyrir marga mismunandi markhópa. Við fylgdum ítarlegri notendagreiningu með flokkunaræfingu sem skilaði sjö yfirflokkum sem sinna þörfum allra markhópa og koma þeim hratt á sporið í átt að þeim upplýsingum sem þeir leita eftir.
Hlutverk HMS er að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með gæðum, öryggi og heilnæmi. HMS stuðlar að stöðugleika á húsnæðismarkaði og tryggir almenningi aðgengi að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort sem er til eignar eða leigu
Ein stærsta áskorun verkefnisins var vinnsla og birting tölfræðiupplýsinga. Eftir greiningu á vandarmálinu þá enduðum við með smekklega og einfalda lausn. Birting helstu upplýsinga var staðsett á forsíðu með tengingu við undirsíður sem innihalda ítarupplýsingar fyrir fagaðila eða aðra áhugasama notendur. Með þessu móti gátum við komið lykil upplýsingum á forsíðuna og á sama tíma hjálpað notendum að finna efnið hratt og örugglega.