Eirvík er sérverslun sem býður upp á glæsilegar og vandaðar vörur fyrir heimilið jafnt sem vinnustaðinn. Helstu vörumerki Eirvíkur eru meðal þeirra best þekktu og virtu á markaðinum.
Markmiðið með samstarfinu við Eirvík var að smíða tæknilega fullkomna vefverslun sem þjónar öllum þeirm þörfum sem nútíma vefverslun býður upp á. Lausnin er því hraðvirk, skalast vel og er í takt við framtíðarsýn fyrirtækjanna.
Lykil atriðið í verkefninu var að hanna fallega lausn sem endurspeglaði þann fagurleika sem Eirvík býður upp á og skila þeim gæðum sem fyrirtækið stendur fyrir til viðskiptavina.
Eirvík ehf er sérverslun sem býður upp á glæsilegar og vandaðar vörur fyrir heimilið jafnt sem vinnustaðinn. Vörumerki Eirvikur eru meðal þeirra best þekktu og virtu á markaðinum.
Vefverslun Eirvíkur er með u.þ.b. 1.500 vörur sem við samstillum í öllum kerfum á 2 mínútna fresti, þar sem allar vörur úr birgðarkerfinu eru bornar saman við sömu vöru í vefverslunarkerfinu. Ef breytingar hafa átt sér stað á verði, birgðastöðu eða ef varan hefur verið færð í annan flokk er varan uppfærð í samræmi við það.
Vefverslunin sjálf talar við vefþjónustu vefverslunarkerfisins til þess að framkvæma allar aðgerðir tengdar verslun. Sækja vörur, bera saman vörur, setja í körfu, klára kaup o.s.frv. Í þessu millilagi vefkerfisins höfum við frelsi til að breyta strúktúr þeirra gagna t.d. er bætt við mynd framleiðanda hverrar vöru, úr skyndiminni vefkerfisins.