Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni. Ef þú ert ekki sammála notkun okkar á fótsporum þá geturðu breytt stillingum. Annars samþykkir þú notkun okkar á fótsporum eins og þau eru sett núna.

Innanhús þjónustur

Við viljum að þú getir á sem bestan hátt stjórnað þeim upplýsingum sem safnað er um þig á þessari síðu. Sumar kökur gætu verið nauðsynlegar til að síðan virki á réttan hátt.

Utanaðkomandi þjónustur

Google Inc slökkva á fótsporum í gegnum þeirra vefsíðu Ad Serving, Ad Targeting, Analytics/Measurement, Content Customization, Optimization

Nánar
ForsíðaLógó Sendiráðsins
Eirvík

Hönnun fyrir lífið

Eirvík er sérverslun sem býður upp á glæsilegar og vandaðar vörur fyrir heimilið jafnt sem vinnustaðinn. Helstu vörumerki Eirvíkur eru meðal þeirra best þekktu og virtustu á markaðinum.

Þjónusta
Hönnun
Þarfagreining
Tenging við birgðarkerfi
Vefun
Forritun

Markmiðið með samstarfinu við Eirvík var að smíða tæknilega fullkomna vefverslun sem þjónar öllum þeim þörfum sem nútíma vefverslun býður upp á. Lausnin er því hraðvirk, skalast vel og er í takt við framtíðarsýn fyrirtækjanna.

Lykilatriðið í verkefninu var að hanna fallega lausn sem endurspeglaði þann fagurleika sem Eirvík býður upp á og skila þeim gæðum sem fyrirtækið stendur fyrir til viðskiptavina.

Eirvík

Eirvík ehf. er sérverslun sem býður upp á glæsilegar og vandaðar vörur fyrir heimilið jafnt sem vinnustaðinn. Vörumerki Eirvikur eru meðal þeirra best þekktu og virtustu á markaðinum.

Mynd af vefnum í stórri skjástærð
Mynd af vefnum í stórri skjástærð
Mynd af vefnum í stórri skjástærð
Mynd af vefnum í stórri skjástærð

Einfaldleiki í starfi

Vefverslun Eirvíkur er með u.þ.b. 1.500 vörur sem við samstillum í öllum kerfum á 2 mínútna fresti, þar sem allar vörur úr birgðarkerfinu eru bornar saman við sömu vöru í vefverslunarkerfinu. Ef breytingar hafa átt sér stað á verði, birgðastöðu eða ef varan hefur verið færð í annan flokk er varan uppfærð í samræmi við það.

Vefverslunin sjálf talar við vefþjónustu vefverslunarkerfisins til þess að framkvæma allar aðgerðir tengdar verslun. Sækja vörur, bera saman vörur, setja í körfu, klára kaup o.s.frv. Í þessu millilagi vefkerfisins höfum við frelsi til að breyta strúktúr þeirra gagna t.d.  er bætt við mynd framleiðanda hverrar vöru úr skyndiminni vefkerfisins.