Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni. Ef þú ert ekki sammála notkun okkar á fótsporum þá geturðu breytt stillingum. Annars samþykkir þú notkun okkar á fótsporum eins og þau eru sett núna.

Innanhús þjónustur

Við viljum að þú getir á sem bestan hátt stjórnað þeim upplýsingum sem safnað er um þig á þessari síðu. Sumar kökur gætu verið nauðsynlegar til að síðan virki á réttan hátt.

Utanaðkomandi þjónustur

Google Inc slökkva á fótsporum í gegnum þeirra vefsíðu Ad Serving, Ad Targeting, Analytics/Measurement, Content Customization, Optimization

Nánar
ForsíðaLógó Sendiráðsins

Hönnunarsprettir
sem
skila
árangri

Sendiráðið býður upp á skemmtilega, spennandi en fyrst og fremst árangursríka hönnunarspretti sem skila ótvíræðum árangri við að leysa flókin verkefni á stuttum tíma.

Góðar hugmyndir ráða förinni

Hönnunarsprettir Sendiráðsins samanstanda af vönduðum hópi sérfræðinga frá okkur og þeim hagsmunaaðilum sem eiga í hlut. Þetta er frábær leið til þess að fá alla aðila til að taka þátt í ferlinu og koma sínum hugmyndum á framfæri.

Þátttakendur vinna saman að verkefnum en eru jafnframt að leggja sitt af mörkum sem einstaklingar. Útkoman er markviss vinna til þess að leysa úr vandamálum, skapa nýjar lausnir eða bæta þær lausnir sem eru nú þegar til staðar sem eru bæði virðisaukandi fyrir þitt fyrirtæki og þá starfsmenn sem taka þátt í ferlinu!

Engir tveir hönnunarsprettir eru eins. Það fer algjörlega eftir stærð verkefnisins hversu langir hönnunarsprettirnir eru og er ómögulegt að segja hversu langur hver sprettur verður áður en búið er að fara yfir eðli verkefnisins.

Dæmigerð lengd á hönnunarspretti eru 4-5 dagar.

Upphaf

Í upphafi sprettsins er allt kapp lagt á að teymið öðlist skilning á verkefninu og þeim vandamálum sem liggja fyrir, til þess að vera vel í stakk búin að skapa áhrifamikla lausn sem mætir þörfum fyrirtækisins og þeirra viðskiptavinum.

1

Miðja

Við miðbik sprettsins fá hugmyndir vængi og hér er markmiðið að búa til sem flestar hugmyndir og nýta kraft teymisins til þess að þróa hugmyndirnar áfram.

2

Endir

Þegar fer að líða á síðari hluta sprettsins eru hugmyndir settar fram og með markvissum aðferðum þrengjum við mengið þar til lausnin sem mætir best viðskiptalegu, tæknilegu og notendavænu sjónarhorni er fundin og þróðuð áfram.

Að lokum er lausnin prófuð á notendum og kynnt til allra hagsmunaaðila verkefnsins.

3

Útilokum óvissuna

Þó svo að Íslendingar séu einstaklega færir í að rökræða þá eru hönnunarsprettir ekki staðurinn til þess. Hönnunarsprettir eru sérstaklega miðaðir að því að setja alla sem eiga að máli í ákveðið hugarfar sem miðar að því að leysa þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir án þess að festast í sama farinu.

Þessi hugmyndafræði er notuð til að draga fram og taka ákvarðanir á markvissan hátt, skilgreina markmið, vinna í hugmyndum og smíða frumgerðir til þess að staðreyna góða upplifun notenda. Þetta er besta leiðin til þess að fá innsýn í það sem verið er að reyna að smíða, sparar tíma og fjármuni og leiðir alltaf til forskots í því samkeppnisumhverfi sem þú ert í.

Endilega
kíktu
í
spjall
ef
þú
ert
með
verkefni
í
huga
sem
þú
telur
eigi
heima
í
hönnunarspretti.

Hafðu samband